Tvær kærur eftir líkamsárás

Tvennt hefur verið kært eftir líkamsárás sem átti sér stað við skemmtistað á Selfossi aðfaranótt sunnudags.

Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins en annars vegar er um að ræða karlmann og gisti hann fangageymslur eftir slagsmál.

Hinsvegar hefur stúlka verið kærð en hún er talin hafa sparkað í andlit mannsins þar sem honum var haldið af nærstöddum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.