Tvær ferðir í viku á Flúðir

Áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Flúða hefur fækkað niður í tvær í viku á nýrri sumaráætlun Sterna sem sér um aksturinn.

Einungis er ekið frá Reykjavík kl. 17 á föstudögum og sunnudögum og frá Flúðum til Reykjavíkur kl. 18:45 sömu daga.

Í vetur var þessi leið ekin fjóra daga vikunnar en þriðjudags- og fimmtudagsferðir hafa nú verið felldar niður.

Fyrri grein„Ég missti vin í bílslysi
Næsta greinSelfoss deildarmeistari í 5. flokki