Tvær bílveltur á sömu mínútunni

Síðdegis á laugardag fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningar um tvær bílveltur, nánast á sömu mínútunni, á sama vegarkafla á Þrengslavegi við Raufarhólshelli.

Skyndilega hafði gert snjókomu og á veginum myndaðist krapi og hálka með þessum afleiðingum.

Ökumenn og farþegar bifreiðanna hlutu minni háttar áverka en fólkið var flutt með sjúkrabifreiðum á heilsugæslustöð til aðhlynningar.

Fyrri greinSlökkti eldinn með Coca-Cola og snjó
Næsta greinDagbók lögreglu: Stolið úr dósagámi í Grímsnesinu