Tvær bílveltur á Hellisheiði

Tvær bílveltur hafa í dag orðið á Hellisheiði í Hveradölum í dag og en báðir bílarnir skautuðu útaf í hálku. Engin slys urðu á fólki en annar bíllinn er mikið skemmdur.

Fyrri veltan varð í morgun en sú seinni um klukkan tvö í dag. Þær voru á svipuðum stað í brekkunni og mikil hálka og snjór er á vettvangi.

Allir sluppu ómeiddir úr þessum slysum en annar bílanna skemmdist töluvert.