Tvær árásir um síðustu helgi

Maður skallaði annan í andlitið og nefbraut við skemmtistaðinn 800Bar aðfaranótt sunnudags. Málið hefur verið kært til lögreglu og er til rannsóknar.

Önnur árás var við Kaffi Rose í Hveragerði uppúr klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Þá hitnaði nokkrum mönnum í hamsi og til átaka kom milli þeirra sem lyktaði með því að einn var kýldur í kvið og í höfuð.

Hann hlaut minni háttar áverka.

Formleg kæra hefur ekki borist lögreglu vegna árásarinnar.

Fyrri grein„Fagmannleg“ kannabisframleiðsla í sumarbústað
Næsta greinBifhjól fældu hest – Þrjú ökklabrot