Tvær árásir í Hvítahúsinu

Maður var sleginn í höfuðið með glasi utan við skemmtistaðinn Hvítahúsið á Selfossi aðfaranótt sunnudags.

Hann var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.

Sömu nótt átti sér stað önnur líkamsárás í Hvítahúsinu. Sú árás var með þeim hætti að tveir karlmenn höfðu átt í orðaskiptum inni á skemmtistaðnum og þeim lauk með því annar þeirra lyfti hnefa og sló hinn nokkur hnefahögg í andlitið sem hlaut við það mar og skrámur.