Tuttugu og tveir Hvergerðingar verða 90 ára eða eldri á árinu

Samkvæmt heimasíðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem hefur tekið saman upplýsingar um elstu íbúa bæjarsins þá eru tuttugu og tveir einstaklingar í bænum, níutíu ára eða eldri á þessu ári.

Elsti Hvergerðingurinn er Guðbjörg J. Runólfsdóttir, fyrrverandi húsfreyja í Auðsholti í Ölfusi, sem er á sínu 98. aldursári. Næst elst er Regína Guðmundsdóttir, 96 ára, sem lengi bjó á Selfossi, en hún er nú á Ási.

Elsti karlmaður Hveragerðisbæjar er Eiður Hermundsson sem lengi bjó í Laufskógunum en hann er tveimur árum yngri en Regína eða 94 ára.