Tuttugu í einangrun á Suðurlandi

Á leið í skimun í bílakjallara Kjarnans á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 20 manns í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað um þrettán á tveimur dögum.

Fimm eru í einangrun á Selfossi og þar eru fimmtán manns í sóttkví. Fjórir eru í einangrun í Bláskógabyggð og þrír í Hveragerði. Tölur yfir smitaða og þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti hafa rúmlega tvöfaldast síðustu tvo daga. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Þá eru 150 manns í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.

Í gær greindust 78 kórónuveirusmit innanlands og þar af voru 59 utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinHvað skiptir máli fyrir þau?
Næsta greinSpesían bauð lægst í jarðvinnu við nýjan leikskóla