Tuttugu eldri lögreglumenn heiðraðir

Í dag voru tuttugu fyrrverandi lögreglumenn sem komnir eru á eftirlaun gerðir að heiðursfélögum í Lögreglufélagi Suðurlands.

Lögreglufélagið bauð þeim til kaffisamsætis í Hvolnum á Hvolsvelli í dag og mættu átján af þeim tuttugu. Við þetta þetta tilefni fengu þeir að gjöf sleginn pening og heiðursskjal.

Lögreglumennirnir fyrrverandi eru Eirikur Hallgrímsson, Erlendur Daníelsson, Guðjón Axelsson, Guðmundur Eggertsson, Guðmundur Hartmannsson, Hergeir Kristgeirsson, Ólafur Íshólm Jónsson, Stefán Jóhannsson, Tómas Jónsson, ÞrösturBrynjólfsson, Kristján Guðmundsson, Guðjón Einarsson, Ignólfur Waage, Reynir Ragnarsson, Magnús Kolbeinsson, Heiðar Bjarndal, Jóhann Valgeir Helgason, Hlöðver Magnússon.

Með þeim á myndinni er Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi en fjarverandi voru þeir Jón Ingi Björnsson og Gunnlaugur Vilhjálmsson.

Fyrri greinFinnum fyrir velvilja viðskiptavina
Næsta greinSnæfríður Sól stóð sig vel í Bergen