Tumastaðaverkefni í Hvolsskóla

Hvolsskóli og Skógrækt ríkisins hafa gert samning um að nemendur skólans koma í Tumastaðaskóg í Fljótshlíð og vinna þar að grisjun, stígagerð og öðrum verkefnum í skóginum.

Þau fá m.a. fræðslu og aðstöðu á Tumastöðum í staðinn. Verkefnið kalla þau Tumastaðaverkefnið og þegar fer að vora fer um helmingur nemanda í þessar ferðir, í ár eru það bekkir með slétta tölu sem fara.

Í dag fór fyrsti hópurinn sem var 6. bekkur. Þau unnu að stígagerð og höfðu þegar um hádegi gert um 200 metra að stíg um Tumastaðaskóg. Næst fer 10. bekkur og gerir þrjár nýjar brýr og í framhaldinu verða fleiri stígar gerðir og í þá borið trjákurl.

Verkefnið er unnið undir handleiðslu Jóns Stefánssonar kennara.

Í dag voru pylsur grillaðar í sól og blíðu enda er einstaklega veðursælt í Tumastaðaskógi og þangað eru allir velkomnir.

Fyrri greinTrúnaðaramenn Bárunnar virkir í starfinu
Næsta grein„Karlmenn þurfa líka að heyra þessi skilaboð“