Tugmilljónamiði í Samkaupum á Selfossi

Fjórir skiptu með sér fyrsta vinningi í Lottóinu í kvöld og var einn miðanna seldur í Samkaupum-Úrvali á Selfossi.

Vinningshafarnir fjórir fá hver um sig rúmar 23,4 milljónir króna en fyrsti vinningur var rúmar 93 milljónir.

Átta voru með fjóra rétta og bónus og var einn miðanna seldur í Söluskálanum Landvegamótum með tæplega 167 þúsund króna vinningi.

Lottótölur kvöldsins voru 4 – 11 – 14 – 16 – 25 og bónustalan var 31.

Fyrri greinHamar frestaði gleðinni hjá Hetti
Næsta greinGrindvíkingar sterkari