Tugmilljónamiðar í Hveragerði og á Klaustri

Fjórir voru með fimm tölur réttar í Lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hver í sinn hlut rúmar 20,3 milljónir króna. Tveir miðanna voru seldir á Suðurlandi.

Vinningsmiðarnir voru seldir í Shell í Hveragerði, Kjarval á Kirkjubæjarklaustri, Olís í Álfheimum og Happahúsinu í Kringlunni.

Tölur kvöldsins voru 5 – 15 – 28 – 37 – 39 og bónustalan var 1. Fyrir fimm rétta fást 20.343.480 krónur.

Fyrri greinEnn von hjá Árborg – Markaleikur á Flúðavelli
Næsta greinJöfnunarmark í blálokin