Tuddarnir selja „styrktar-lettur“

Golfklúbburinn Tuddi, Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í samstarfi við SS verða með sýna árlegu sölu á kótelettum á Kótelettuhátíðinni á Selfossi á laugardaginn milli kl. 13:00 og 16:00.

Á þeim tíma verður mikið um að vera í Sigtúnsgarðinum á Selfossi þar sem fjölskylduhátíð Kótelettunnar fer fram.

Tuddarnir ásamt góðum gestum standa vaktina við grillin eins og þeim einum er lagið. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur á staðnum eða til að taka með og grilla heima.

„Við hvetjum að sjálfsögðu alla landsmenn til þess að mæta, styrkja gott málefni og næla sér í ljúffengar kótelettur. Það er til dæmis tilvalið að kaupa eina kótelettu fyrir hvert barn eða barnabarn sem fólk á,“ sagði Einar Björnsson, hátíðarhaldari, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinHanna áfram á Selfossi – systurnar skrifuðu undir
Næsta greinForsetahjónin heimsækja Bláskógabyggð