Tryggvi bjargar 17. júníkaffinu

Hið árlega 17. júníkaffi á Selfossi verður í félagsheimili Sleipnis, Hlíðskjálf, milli kl.15 og 17. Slysavarnardeildin Tryggvi sér um kaffið.

Síðustu ár hefur frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss séð um kaffið en nú bar svo við að vegna framkvæmda í Fjölbrautaskóla Suðurlands var ekki unnt að hafa kaffið þar og frjálsíþróttadeildin hafði ekki tök á að komast í annað húsnæði.

Því kom Slysavarnardeildin Tryggvi til bjargar en þetta er fyrsta fjáröflun deildarinnar sem ætlað er að vera bakhjarl við Björgunarfélag Árborgar.

„Þetta er bara redding þetta árið en frjálsíþróttadeildin mun að sjálfsögðu sjá um kaffið á næsta ári,“ sagði Þórunn Ásta Helgadóttir, sem situr í 17. júní nefndinni, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinEkki þörf á umhverfismati fyrir Búrfell 2
Næsta greinÆgir gerði jafntefli á heimavelli