Tryggvaskáli opnar í kvöld

Veitingahúsið Tryggvaskáli Restaurant á Selfossi mun opna kl. 18 í kvöld. Það eru þeir Fannar Geir Ólafsson og Tómas Þóroddsson, eigendur Kaffi-Krúsar, sem reka þennan nýja veitingastað.

Á neðri hæð hússins verður kaffihús þar sem boðið verður upp á kökur, vöfflur og fleira í þeim dúr. Þar verður hægt að fá fordrykk áður en haldið er upp á efri hæðina. Á efri hæð hússins verður veitingahúsið þar sem boðið er upp á steikur, fiskrétti, humarsúpu, flotta eftirrétti og fleira.

Það var allt á fullu í lokafrágangi þegar sunnlenska.is leit við í Tryggvaskála í morgun en þeir Fannar og Tómas vilja benda fólki á að panta borð á veitingahúsinu ætli það að borða þar um helgina.

Fyrri greinSembaltónleikar og skandinavísk þjóðkvæði
Næsta greinÁrborg vill taka land eignarnámi