Tryggvagata 3 og Mensý best skreytt

Tryggvagata 3 á Selfossi var valið best skreytta íbúðarhúsið í Árborg í ár og Mensý við Austurveg 29 á Selfossi best skreytta fyrirtækið í jólaskreytingarsamkeppni Árborgar 2013.

Verðlaunin í jólaskreytingarsamkeppninni voru veitt á laugardag. Á Tryggvagötu 3 búa Lilja Georgsdóttir og Þórhallur Birgisson. Grenigrund 42 á Selfossi varð í 2. sæti, þar búa Guðrún Tryggvadóttir, Þórir Haraldsson og fjölskylda og í 3. sæti varð Seftjörn 2 á Selfossi hjá Laufeyju Kjartansdóttur og Ingva Rafni Sigurðssyni.

Í ár voru 24 heimili á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi tilnefnd.

Mensý var valið best skreytta fyrirtækið en eigendur þess eru Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson.

Fimmtán fyrirtæki á Selfossi fengu tilnefningu.

Sveitarfélagið Árborg stendur að valinu ásamt Byko Selfossi, Sjafnarblómum, Húsasmiðjunni og Blómaval, Evítu gjafavöruverslun, Krónunni Selfossi, Guðmundi Tyrfingssyni, Dagskránni og Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinJötunn vélar opna verslun í Reykjavík
Næsta greinSMS send út til að vara við sandstormi