TRS gaf BFÁ spjaldtölvu

TRS á Selfossi færði Björgunarfélagi Árborgar að gjöf spjaldtölvu á dögunum, sem komið hefur verið fyrir í einum af jeppum sveitarinnar.

TRS hefur í gegnum árin stutt starf Björgunarfélags Árborgar, m.a. með kaupum á Neyðarkallinum. Í liðinni flugeldasölu afhenti Sæmundur Einarsson frá TRS sveitinni Microsoft Surface spjaldtölvu að andvirði 220.000 krónur.

Tölvan mun nýtast vel, meðal annars við vettvangsstjórnun á slysavettvangi og í leitaraðgerðum.