TRS er Fyrirmyndar-fyrirtæki VR 2018

TRS á Selfossi var á meðal fimmtán fyrirtækja er valin voru Fyrirmyndarfyrirtæki 2018 að mati VR í hópi meðalstórra fyrirtækja á Íslandi.

Val þetta var niðurstaða könnunar á vegum Gallup sem rúmlega 34.000 starfsmönnum hjá um 1.000 fyrirtækjum var boðið að taka þátt í.

Í könnun VR er spurt um viðhorf til helstu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja. Þessir þættir eru stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis, jafnrétti og ánægja og stolt af fyrirtæki. Einkunnir fyrir lykilþættina mynda heildareinkunn fyrirtækis. Vægi þáttanna í heildareinkunn er misjafnt og þar vegur stjórnun fyrirtækisins þyngst.

Fyrri greinHarpa dúxaði í FSu
Næsta greinÁ miklum hraða með framljósið hangandi fram úr stuðaranum