TRS eitt af fyrirtækjum ársins 2019

Gunnar Bragi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri TRS, tekur við viðurkenningunni úr hendi Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Ljósmynd/VR

TRS á Selfossi er eitt þeirra fyrirtækja sem fékk viðurkenningu sem Fyrirtæki ársins 2019 í könnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Viðurkenningarnar voru afhentar í gær.

Könnunin er framkvæmd af Gallup og nær til 34 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Starfsmenn voru beðnir að leggja mat á níu lykilþætti í starfsumhverfinu, meðal annars stjórnun, starfsanda, jafnrétti og sjálfstæði í starfi.

TRS var eitt af fimm efstu fyrirtækjunum í flokki meðalstórra fyrirtækja og hlaut  einkunnina 4,58. TRS er nýtt fyrirtæki á lista yfir Fyrirtæki ársins en heildareinkunn fyrirtækisins hækkaði um 0,15 á milli ára. TRS skorar hátt í ánægju og stolti starfsmanna, jafnrétti, ímynd fyrirtækis og starfsanda.

Fyrri greinGunnar fræðir gesti um særingar gegn gigt
Næsta greinGreina tækifæri og ávinning af friðlýsingu svæða á Suðurlandi