Trausti nýr formaður sauðfjárbænda

Trausti Hjálmarsson og Guðfinna Harpa Árnadóttir, nýr formaður og fráfarandi formaður deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands. Ljósmynd: Bændablaðið/smh

Á Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands í gærmorgun var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð í Biskupstungum kosinn nýr formaður, í stað Guðfinnu Hörpu Árnadóttur Straumi.

Trausti hlaut 45 atkvæði af 51 greiddu atkvæði, þrír seðlar voru auðir og þrjú atkvæði fóru á þrjá aðra fulltrúa á Búgreinaþingi.

Deild sauðfjárbænda er arftaki Landsamtaka sauðfjárbænda en við samruna búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands urðu til búgreinadeildir innan Bændasamtakanna.

Fyrri greinLoksins sigraði Hamar – Selfoss tapaði í framlengingu
Næsta greinSindri, Johan Rönning og Vatn & veitur opna fagmannaverslun á Selfossi