Torkennilegt ljós í Mýrdalsjökli

Neyðarlínunni var í morgun tilkynnt um torkennilega sterka ljósbjarma í hlíðum Mýrdalsjökuls, og veltu tilkynnendur því fyrir sér hvort gos væri að hefjast í Kötlu.

Fréttastofu RÚV barst fyrirspurn í tölvupósti utan úr heimi hvort hraun væri byrjað að renna niður hlíðarnar og að Katla væri byrjuð að gjósa. Vefmyndavél er staðsett á Háfelli og beinir linsunni að jöklinum.

Norsk kona fylgdist vel með í morgun og furðaði sig á ljósbjarmanum. Þegar leitað var skýringa hjá heimamönnum kom í ljós að þarna voru kvikmyndagerðarmenn að gera sig klára fyrir verkefni dagsins við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones.

Fyrri greinÚtgáfukynning á Hellu
Næsta greinEggert vildi ræða söluna