Torfæruhjóli stolið á Selfossi

Honda torfæruhjóli var stolið frá íbúðarhúsi við Dverghóla á Selfossi einhvern tímann á tímabilinu frá 14. apríl til 17. apríl sl.

Hjólið ber skráningarnúmerið IT-683 (hvítt númer) og er af gerðinni Honda XR600.

Á hjólinu eru grindur fyrir töskur að aftan, bensíntankurinn er rauður og hlífar við handföng eru appelsínugular. Sérsmíðuð upphækkun er fyrir stýrið. Töskurnar voru ekki á hjólinu þegar því var stolið.

Hver sá sem getur veitt upplýsingar um það hvar hjólið er niðurkomið er beðinn um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.

Fyrri greinSorpa og Sorpstöðin sameinist
Næsta greinRakastigið í Hamarshöllinni leyfir ekki parket