Tónleikar í minningu Andreu Eirar

Minningar- og styrktartónleikar verða haldnir í Selfosskirkju mánudagskvöldið 6. nóvember fyrir fjölskyldu Andreu Eirar Sigurfinnsdóttur.

Andrea Eir lést þann 15. október síðastliðinn á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð aðeins fimm ára gömul, eftir stutta en erfiða baráttu við veikindi.

Mikill kostnaður skapast við þessar aðstæður og hafa vinir fjölskyldunnar ákveðið að halda tónleika með landsfrægu tónlistarfólki þetta kvöld til styrktar fjölskyldunni.

Tónleikarnir verða í Selfosskirkju kl. 19:30 og er miðaverð 3.500 kr en frítt er fyrir börn 5 ára og yngri.

Miðasala hefst miðvikudaginn 1. nóvember og verður í Dýraríkinu á Selfossi og í Reykjavík, Verzluninni Borg í Grímsnesi og Skálanum Stokkseyri. Enginn posi, aðeins hægt að greiða með pening.

Tónlistarmennirnir sem koma fram á tónleikunum eru Páll Óskar og Monika, Regína Ósk, Magnús Kjartan, Ylja, Helgi Björnsson, Guðrún Árný, Karitas Harpa, Gunnar Ólason, Hreimur og Made in sveitin og Eyþór Ingi.

Kynnir er Theodór Francis Birgisson og hljóðkerfi og ljós eru í boði EB kerfa.

Fyrri greinEldur í uppþvottavél
Næsta greinSkilti afhjúpað á Vinatorgi