Tommi lögga heiðraður

Tómas ásamt Þorsteini Tryggva Mássyni, héraðsskjalaverði og Kjartani Björnssyni, stjórnarformanni safnsins og starfsmönnunum Guðmundu Ólafsdóttur, F. Ella Hafliðasyni og Katrínu Rut Sigurgeirsdóttur. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Héraðsskjalasafns Árnesinga heiðraði í gær Tómas Jónsson á Selfossi, Tomma löggu, fyrir mikilvægt framlag við varðveislu og skráningu á menningararfi Sunnlendinga á ofanverðri 20. öld.

Í ellefu ár hefur Tómas lagt Héraðsskjalasafni Árnesinga lið, fyrst með afhendingu á ljósmyndasafni sínu, sem inniheldur um 25.000 ljósmyndir, þá með skráningu á ljómyndunum sínum á vef safnsins og skráningu á öðrum ljósmyndasöfnum í vörslu safnsins.

Á þessum tíma hefur Tómas frumskráð tæplega 20 þúsund ljósmyndir og ítarskráð á fjórða tug þúsunda ljósmynda.

Fyrri greinKæru Hvergerðingar
Næsta greinHjörvar með þrennu – Hamri tókst ekki að skora