Tómas tekur við veitingarekstrinum á Hótel Selfossi

Tómas Þóroddsson. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hótel Selfoss hefur náð samkomulagi við Tómas Þóroddsson um rekstur veitingastaðarins Riverside. Tómas hefur gríðarlega mikla reynslu og þekkingu í rekstri veitingastað en hann rekur meðal annars Kaffi Krús, Tryggvaskála, Messann og heilsustaðinn Vor.

Riverside veitingastaðurinn er þekktur fyrir gæða máltíðir og vinalegt andrúmsloft í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Ölfusá.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og kannski er hægt að segja að ég sé kominn aftur heim, því ég lærði á Hótel Selfossi, útskrifaðist sem matreiðslumaður þaðan 1993 og var svo ráðinn yfirkokkur og gegndi því starfi til 1999,“ segir Tómas.

Aðspurður segir hann að að alltaf séu breytingar með nýjum yfirmönnum og að skemmtilegir tímar væru framundan á Hótel Selfossi.

„Hér er mikið af flottu starfsfólki sem við hlökkum til að vinna með,“ sagði Tómas að lokun.

Fyrri greinNý markamaskína á Selfoss
Næsta greinHSK sækir um að halda Landsmót 50+