Tómas kaupir Messann

Tómas Þóroddsson, veitingamaður. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tómas Þóroddsson, veitingamaður á Selfossi, hefur keypt veitingastaðinn Messann við Lækjargötu í Reykjavík.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Tómas opnaði staðinn að nýju í morgun.

„Messinn er þekktur fyrir skotheldan mat og góða þjónustu. Konseptið verður alveg eins en það bætast við nokkrir nýir réttir á seðilinn og það getur nú ekki verið annað en fagnaðarefni fyrir gestina okkar,“ segir Tómas á vef Viðskiptablaðsins.

Staðurinn, sem sérhæfir sig í fersku sjávarfangi, verður opinn frá 11:30-20:00 alla daga vikunnar. 

Fyrri greinVitaleiðin er ný ferðaleið á Suðurlandi
Næsta greinÓlafur ráðinn svæðisstjóri á Suðurlandi