Tölvur fyrir tæpa milljón

Sveitarstjórnarmenn í Mýrdalshreppi hafa samþykkt að kaupa tölvur handa sér og sveitarstjóra fyrir 930 þúsund krónur.

Elín Einarsdóttir, oddviti, segir í samtali við Sunnlenska að sveitarfélagið hafi einnig keypt tölvur fyrir sveitarstjórnarmenn í upphafi kjörtímabils árið 2006. Þær tölvur séu fæstar nothæfar ennþá og þess vegna þurfi að endurnýja flotann.

Tölvuvædd sveitarstjórn Mýrdalshrepps notar ekki pappír. Skjöl og skýrslur er afhentar á tölvukubbi fyrir fundi. „Það er því verulegur sparnaður af því að allir séu með tölvu, bæði í pappírs og sendingarkostnaði,“ segir Elín.

Áætlaður kostnaður við fimm nýjar fartölvur handa sveitarstjórnarfulltrúum er 650 þúsund krónur og 280 þúsund í tilfelli sveitarstjóra. Tölvunar verða keyptar af EJS.

Fyrri greinDanskur kór syngur í Skálholti
Næsta greinMargar slysagildrur vegna trjágróðurs