Tölvunni stolið frá Sovic

Bakpoka var stolið úr bíl Nemanja Sovic, leikmanns körfuknattleiksliðs Þórs í Þorlákshöfn, á meðan á leik Þórs og Hauka stóð í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn í kvöld.

Í bakpokanum var tölva sem Sovic notar í sinni vinnu en hann er forritari og enginn kemst inn í tölvuna nema hann sjálfur, þannig að hún er algjörlega ónothæf fyrir óprúttna aðila.

Á Facebooksíðu sinni segir Baldur Þór Ragnarsson, liðsfélagi Sovic, að sá sem hefur tölvuna undir höndum geti skilað henni í íþróttahúsið og engir eftirmálar verði þess vegna.

Fyrri grein„Æðislegt að vera kominn aftur“
Næsta greinUnnur Birna og Jóhann Vignir með tónleika í kvöld