Tölvuleikjaforritun kennd á Selfossi í sumar

Skema býður í fyrsta skipti upp á byrjendanámskeið fyrir börn og unglinga í tölvuleikjaforritun á Selfossi í sumar. Námskeiðin eru fyrir tvo aldurshópa: 7-10 ára og 11-16 ára.

Á námskeiðunum fá krakkarnir kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Kennslan byggir á leikjaforritun auk þess sem fléttað er inn í kennsluna hugarkortum og flæðiritum við hönnun leikjanna.

Skema sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu í forritun á öllum skólastigum auk sérfræðráðgjafar og námskeiða vegna innleiðingar á spjaldtölvum í skólastarf. Fyrirtækið hefur þróað námskeiðaröð og aðferðafræði í forritunarkennslu sem byggir á rannsóknum í sálfræði, tölvunarfræði og kennslufræði. Notast er við þrívítt forritunarumhverfi í náminu, en í slíku umhverfi eru engar syntax villur og því getur barnið einbeitt sér að því sem skiptir máli á þessu stigi.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Skema.

Fyrri grein„Góður stígandi hjá okkur“
Næsta greinSkráning hafin á Landsmót 50+