Töluvert um útstrikanir í Suðurkjördæmi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Töluvert var um útstrikanir á kjörseðlum í Suðurkjördæmi, mest hjá Sjálfstæðisflokknum.

Kjörsókn í Suðurkjördæmi var heldur minni í kosningunum gær en í síðustu kosningum. Alls greiddu tæp 82% atkvæði í kjördæminu í gær, um fjórum prósentustigum færri en síðast.

Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að töluvert hafi verið um útstrikanir.

Ekki sé búið að ljúka talningu á þeim, en langmest virðist hafa verið strikað út hjá Sjálfstæðisflokki. Það komi ekki í ljós fyrr en í kvöld eða á morgun hvort ústrikanir verði til þess að menn falli niður um sæti á listum framboðanna.

RÚV greindi frá þessu

Fyrri greinTómas og Fannar taka við Tryggvaskála
Næsta greinMessuheimsókn frá Þorlákshöfn