Töluvert um hraðakstur í umdæmi Hvolsvallarlöggunnar

Í vikunni voru 131 mál skráð hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Töluvert var um hraðakstur í umdæminu og voru fimmtíu ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt.

Sá sem hraðast ók var mældur á 147 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km. Hann hlýtur sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og fær háa sekt. Lögreglan hvetur ökumenn til að aka á löglegum hraða en það dregur úr alvarlegum slysum og sparar eldsneyti.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni þar af voru tvær bílveltur. Önnur var á Suðurlandsvegi við Álftaver í Skaftárhreppi. Hin á var Reynisfjalli við afleggjara að Reynishverfi. Ekki urðu slys í þessum óhöppum en segja má að bílbeltanotkun sé því að þakka.

Fyrri greinSpólað í hringi við Gígjukvísl
Næsta greinFá jarðskjálftatilkynningar með SMS og tölvupósti