Töluvert af fölsuðum skilríkjum í umferð

Lögreglan á Selfossi hefur í vörslu sinni nokkur fölsuð skilríki sem dyraverðir skemmtistaða hafa tekið af einstaklingum sem reynt hafa að komast inn á staðina með þessum skilríkjum.

Málin verða tekin til rannsóknar en í dagbók lögreglunnar á Selfossi segir að fölsun skilríka sé að sjálfsögðu alvarlegt brot.

Ungmenni hafa líka í sumum tilfellum framvísað skilríkjum sem varða aðra einstaklinga sem eru eldri. Það er einnig brot á hegningarlögum.

Fyrri greinVel á aðra milljón í umhverfisstyrki á Suðurlandi
Næsta greinDagbók lögreglu: Ekkert lát á olíuþjófnaði