Töluverð aukning á hraðakstursbrotum

Alls voru 67 bókanir skráðar í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli síðustu viku. Þar af voru sautján ökumenn stöðvaðir fyrir að hafa ekið of hratt og ók sá sem hraðast fór á 128 km/klst.

Frá áramótum hafa lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvað 918 ökumenn vegna hraðaksturs og er það töluverð aukning frá því á sama tíma í fyrra, en þá höfðu 623 ökumenn verið stöðvaðir vegna hraðaksturs.

Lögreglan á Hvolsvelli hefur fundið fyrir töluverði aukningu á umferð á síðastliðnu ári og þá sérstaklega í sumar. Má það m.a. rekja til aukins fjölda erlendra ferðamanna inn á svæðið og í Herjólf, en þar hafa yfir 1000 farþegar verið með ferjunni á hverjum degi í sumar.

Fyrri greinHvetja stjórnvöld til að hverfa frá boðaðri hækkun
Næsta greinSauðfé hefur ekki lært umferðarreglur