Tólf teknir fyrir hraðakstur í gær

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tólf ökumenn fyrir hraðakstur í umferðareftirliti milli Kirkjubæjarklausturs og Skaftafells í gær.

Talsverð umferð var í blíðviðrinu á Suðurlandi í gær og nokkrir með þungan bensínfót.

Sá sem hraðast ók var mældur á 143 km/klst hraða. Allir ökumennirnir greiddu sektina á staðnum og nam samanlögð sektargreiðsla þessara ökumanna rétt um 900.000 krónum.

Fyrri greinNemendur sendir heim vegna smits í Ungmennabúðum UMFÍ
Næsta greinSkyrland opnar í dag