Tólf staðnir að hraðakstri

Bifreið valt við kirkjugarðinn á Stokkseyri eftir miðnætti á laugardag eftir að hafa verið ekið á ljósastaur og steypt grindverk.

Ökumaður slapp ómeiddur en er grunaður um ölvun við akstur.

Þá missti ökumaður sjórn á bifreið sinni á Suðurlandsvegi við Smiðjulaut á Hellisheiði um helgina og hafnaði bifreiðin á hliðinni utan vegar. Ökumaður slasaðist ekki en bifreiðin skemmdist lítils háttar.

Lögreglan á Selfossi kærði tólf ökumenn fyrir hraðakstur í liðinni viku og tvo fyrir akstur undir áfengisáhrifum.

Fyrri greinBrotist inn í fjóra bústaði
Næsta greinHlaut opið beinbrot eftir fall