„Tók sénsinn“ á nýjársnótt

Nýliðin áramót eru þau bestu sem starfandi lögreglumenn á Selfossi rekur minni til.

Rólegt var á vaktinni en þrír ökumenn voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur um helgina. Tveir þeirra voru á ferð á og við Flúðir á nýársnótt.

Annar þeirra bar því við að hafa „tekið sénsinn“ þar sem lögregla væri lítið á ferðinni á svæðinu. Annað kom í ljós.