Tók bensín og borgaði ekki

Snemma á föstudag var maður handtekinn á Selfossi grunaður um að hafa tekið bensín hjá Olís á Selfossi án þess að greiða fyrir það.

Maðurinn var á bifreið sem stolið var nokkru áður í Reykjavík. Við yfirheyrslur játaði maðurinn bensínstuldinn en ekki að hafa stolið bifreiðinni. Hann gekkst þó við því að vita að bifreiðin var stolin.

Maðurinn hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ýmiss konar þjófnaðarmála.

Fyrri greinGæsluvarðhald verði framlengt
Næsta greinStolinn bíll fannst á Reykjanesi