Tjónlausar löggur á Suðurlandi

Lögreglumenn á Selfossi óku 254.601 km á síðasta ári en lögreglan á Hvolsvelli ók 176.414 kílómetra.

Daglegur meðalakstur embættanna er því tæpir 700 km hjá Selfosslöggunni en rúmir 480 km hjá Hvolsvallarlöggunni.

Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps ríkislögreglustjóra um tjónakostnað lögreglubifreiða árið 2011.

Bæði embættin á Selfossi og Hvolsvelli voru tjónlaus á síðasta ári og er þetta þriðja árið í röð sem lögregluembættið á Hvolsvelli er tjónlaust.

Fyrri greinSluppu vel úr harkalegri veltu
Næsta greinVor í Árborg verður í maí