Tjón á fjárrétt og bílum í Skaftafellssýslu

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Að minnsta kosti tvö ökutæki urðu fyrir tjóni þegar þau fuku í hvassviðrinu sem gekk yfir síðastliðinn laugardag.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að bæði atvikin áttu sér stað í Skaftafellssýslu.

Þar varð einnig tjón á fjárrétt þegar járnplötur í rekkverki losnuðu og fuku af stað.

Fyrri greinÞjónusta við eldra fólk endurskoðuð í heild sinni
Næsta greinEngin veiði í opnuninni