Tíu umferðaróhöpp í umdæmi Selfosslögreglu

Tveir slösuðust minniháttar í motocross slysum í Árnessýslu um helgina. Annað óhappið var við Bolöldu og hitt á Selfossi en hvoru tveggja viðurkenndar brautir.

Í báðum tilvikum voru ökumenn í góðum varnarbúnaði sem vafalaust hefur komið í veg fyrir alvarlegri áverka.

Tíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Selfossi um helgina. Í einu tilviki var ekið á kyrrstæða bifreið sem hafði verið skilin eftir í vegkanti á Hellisheiði. Nokkuð hefur verið um að lögreglu hafi borist tilkynningar um mannlaus ökutæki í vegköntum, yfirleitt vegna bilunar.

Lögregla segir mikilvægt að þeir sem lenda í þeirri stöðu að ökutæki þeirra bili við slíkar aðstæður merki staðinn og komi ökutæki eins utarlega í vegkant og mögulegt er – og hafi hraðar hendur um að koma ökutækinu af staðnum.

Fyrri greinFíkniefni fundust við húsleit
Næsta greinFrítt á Kópavogsvöll í kvöld