Tíu tonn erlendis á viku

Útflutningur á Skyr.is hefur aukist ár frá ári hjá MS og nemur útflutningur á vörunni nú um tíu tonnum á viku. Skyr.is er framleitt hjá MS Selfossi.

Skyr.is er flutt til Bandaríkjanna og til Finnlands. Varan hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna en skyr.is hlaut m.a. gullverðlaun í sínum flokki á Mjólkurvörusýningunni í Herning í Danmörku í nóvember sl.