Tíu staðnir að hraðakstri

Töluvert hefur verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í dag og hefur lögreglan gómað að minnsta kosti tíu ökumenn sem kitlað hafa pinnann ótæpilega.

Sá sem ók hraðast mældist á 137 km hraða á klukkustund. Gera má ráð fyrir því að hann hljóti 90.000 kr. sekt auk þriggja punkta í ökuferilsskrá.