Tíu sækja um skólastjórastöðu á Selfossi

Tíu umsækjendur eru um stöðu skólastjóra Stekkjaskóla á Selfossi, sem er nýr grunnskóli sem mun rísa í Björkurstykki.

Umsóknarfrestur rann út þann 13. september síðastliðinn.

Ráðið verður í starfið frá og með 1. janúar næstkomandi en skólastjórinn mun koma að allri undirbúningsvinnu og faglegu samstarfi í tengslum við opnun skólans, sem opnar haustið 2021.

Umsækjendurnir eru:
Ari Jóhann Sigurðsson
Arnar Ævarsson
Guðlaug Erlendsdóttir
Guðmundur Finnbogason
Hilmar Björgvinsson
Hjördís Bára Gestsdóttir
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir
Íris Anna Steinarrsdóttir
Leifur Viðarsson
Ragna Berg Gunnarsdóttir

Fyrri greinDagný skoraði þrennu í stórsigri Íslands
Næsta grein„Eina skiptið sem ég hef tárast í kringlukasti“