Tíu sækja um Breiðabólsstaðarprestakall

Breiðabólsstaðarkirkja í Fljótshlíð. Ljósmynd/sr. Sigurður Ægisson

Tíu umsækjendur eru um starf sóknarprests í Breiðabólsstaðarprestakalli en umsóknarfrestur rann út í gær.

Umsækjendurnir eru:
Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Bryndís Böðvarsdóttir, mag.theol
Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag.theol
Guðrún Eggerts Þórudóttir, mag.theol
Sr. María Gunnarsdóttir
Matthildur Bjarnadóttir, mag.theol
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Snævar Jón Andrésson, mag.theol
Sr. Sveinn Alfreðsson
Sr. Ursula Árnadóttir

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups. Kjörnefnd prestakallsins kýs síðan sóknarprest úr hópi þeirra sem matsnefndin hefur talið hæfasta og biskup ræður svo í starfið.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Fyrri greinMeð Faðmlög í farteskinu
Næsta greinBjarni Hlynur ráðinn sveitarstjóri tímabundið