Tíu milljónir í viðhald húsnæðis

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ákveðið að nýta tíu milljón króna viðbótarframlag ríkisstjórnarinnar sem kom til vegna viðbragða við náttúruhamförum til viðhalds bygginga í eigu sveitarfélagsins.

Stærstum hluta upphæðarinnar, þremur milljónum króna verður varið til viðhalds á Kirkjubæjarskóla, tveimur milljónum verður varið til hjúkrunarheimilisins Klausturhóla og sitthvorri 1,5 milljóninni varið í leikskólann og félagsheimilið. Þá fara 1 milljón í Skerjavelli 3 og 300 þúsund í Skerjavelli 1, og slökkvilið sveitarinnar fær 700 þúsund krónur.

Að sögn Eyglóar Kristjánsdóttur sveitarstjóra snýst viðhald umræddra bygginga að miklu leyti um að skipta út gleri þar sem aska úr Grímvatnagosinu komst inn á milli.

Fyrri greinSkoða viðbrögð við úrsögn Árborgar
Næsta greinPétur Thomsen sýnir í Gallerí Gangi