Tíu milljón króna greiðsla finnst ekki

Bygg­ingu kirkju á Hvols­velli miðar ekk­ert vegna deilna sókn­ar­nefnd­ar og kirkjuráðs. Fé sem samþykkt var til bygg­ing­ar kirkj­unn­ar hef­ur ekki borist.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

„Árið 2010 samþykkti kirkjuráð að leggja 4,5 millj­ón­ir króna til und­ir­bún­ings og hönn­un­ar kirkj­unn­ar. Í fram­hald­inu var sótt um styrk­veit­ingu úr jöfn­un­ar­sjóði. Kirkjuráð samþykkti 10 millj­ón­ir króna með greiðslu­áætlun fyr­ir árið 2011. „Við feng­um vil­yrði fyr­ir 20 millj­ón­um næstu fjög­ur ár með skil­yrðum um gögn sem við átt­um að skila. 10 millj­ón króna greiðslan barst aldrei og við höf­um ekki fengið svör um það af hverju greiðslum var hætt,“ segir Berg­lind Há­kon­ar­dótt­ir, gjald­keri sókn­ar­nefnd­ar Stór­ólfs­hvols­sókn­ar, í samtali við Morgunblaðið.

„Bygg­ing­ar­nefnd­in gafst að lok­um upp og málið fór ekki lengra þar til Hall­dór Gunn­ars­son (fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur í Holti) tók við sem formaður bygg­ing­ar­nefnd­ar, en hann er mjög áhuga­sam­ur um bygg­ingu nýrr­ar kirkju.“

Stór­ólfs­hvols­sókn kærði til úr­sk­urðar­nefnd­ar þjóðkirkj­unn­ar sem úr­sk­urðaði sókn­inni í vil. Áfrýj­un­ar­nefnd þjóðkirkj­unn­ar sneri þeirri niður­stöðu við með þeim rök­um að til­skil­in gögn hefðu ekki borist, að sögn Berg­lind­ar.

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri grein„Það er eins og and­skot­inn hafi gengið frá þessu“
Næsta greinLenti í Ölfusá á flótta undan lögreglunni