Tíu frambjóðendur skiluðu meðmælalista

Tíu fram­bjóðend­ur skiluðu inn meðmæla­list­um í suður­kjör­dæmi í dag. Kjörstjórn tekur áfram við listum frambjóðenda þar til framboðsfrestur rennur út í næstu viku.

Karli Gauti Hjalta­son, odd­viti yfir­kjör­stjórn­ar suður­kjör­dæm­is, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að tíu hafi skilað inn list­um í kjör­dæm­inu.

Þau tíu sem skiluðu inn gögn­um voru Guðni Th. Jó­hann­es­son, Davíð Odds­son, Andri Snær Magna­son, Halla Tóm­as­dótt­ir, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir, Sturla Jóns­son, Ástþór Magnús­son, Hild­ur Þórðardótt­ir, Guðrún Mar­grét Páls­dótt­ir og Magnús Ing­berg Jóns­son.

Frétt mbl.is