Tíu bíða eftir hjúkrunarrými

„Hér eru tíu manns að bíða eftir að komst í hjúkrunarrými á Hvolsvelli á Kirkjuhvol, allt fólk sem er veikt heima hjá sér.

Þetta er alltof langur biðlisti, sem verður að bregðast við,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Sveitarfélagið fékk nýlega úthlutað þremur nýjum hjúkrunarrýmum á Kirkjuhvol en það dugar greinilega ekki til, þessir tíu bíða enn.

Á Kirkjuhvoli eru um 30 pláss, helmingur dvalarheimilispláss og hinn helmingurinn hjúkrunarrýmispláss.

Fyrri greinFrábær leikskóli: Hundrað prósent almenn ánægja foreldra
Næsta greinSóttu fastan bíl á Kjalveg