Titringur í Tungunum – Rólegt við Heklu

Jörð skelfur enn á Biskupstungnaafrétti, sunnan Langjökuls en skjálftahrina hófst þar í gær. Rólegt hefur verið við Heklu í síðustu daga og engir fleiri skjálftar átt upptök þar.

Stærsti skjálftinn við Langjökuls var 3,5 að stærð kl. 17:24 í gær og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Stærsti eftirskjálftinn í dag mældist kl. 14:55 og var hann 2,4 að stærð. Enginn merki eru um kvikuhreyfingar.

Rólegt hefur verið við Heklu í síðustu daga og engir fleiri skjálftar átt upptök þar. Óvissustig almannavarna er þó enn í gildi á svæðinu.

Fyrri greinAnna önnur í sínum flokki
Næsta greinJónas Sig sló botninn í frábæra hátíð