Tíndu rusl við ráðhúsið

Starfsmenn Ráðhúss Árborgar tíndu rusl og sópuðu gangstéttar í kringum ráðhúsið í síðustu viku í tilefni af átakinu „Vorhreinsun í Árborg“ sem hófst sl. laugardag.

Verkefnið gengur út á að íbúar taki til í sínu nærumhverfi. Sveitarfélagið Árborg hvetur alla íbúa til að taka nú saman höndum og hreinsa til.

Sveitarfélagið mun bjóða íbúum að fjarlægja ruslapoka og létt dót ásamt trjágreinum af lóðarmörkum meðan á verkefninu stendur eða til 7.maí 2012. Óska þarf eftir þessari þjónustu í þjónustuveri Árborgar í síma 480-1900.

Fyrri greinSafnar fyrir háskólanámi með hringferð
Næsta greinNýtt lag frá Ómari Diðriks og Sveitasonum